Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Þingmenn í efstu fjórum sætum

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Fyrstu tölur úr prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi voru birtar nú klukkan sjö. Þegar talin hafa verið 1.419 atkvæði leiðir Bjarni Benediktsson formaður flokksins listann með 1.169 atkvæði í fyrsta sæti.

Þingmenn flokksins raða sér í efstu fjögur sætin.

Í öðru sæti er Jón Gunnarsson með 371 atkvæði í 1.-2. sæti.
Þriðja er Bryndís Haraldsdóttir með 474 atkvæði í 1.-3. sæti
Fjórði er Óli Björn Kárason með 587 atkvæði í 1.-4. sæti
Fimmti er Arnar Þór Jónsson með 696 atkvæði í 1.-5. sæti
Sjötta er Sigþrúður Ármann lögfræðingur með 787 atkvæði í 1.-6. sæti.

Sjálfstæðisflokkurinn fékk fjóra menn kjörna í Suðvesturkjördæmi þingkosningunum fyrir fjórum árum. Bjarni Benediktsson formaður gaf einn kost á sér í efsta sæti listans. Aðrir þingmenn sóttust allir eftir öðru sætinu, sem og Vilhjálmur Bjarnason, fyrrverandi þingmaður flokksins, sem ekki er meðal efstu sex frambjóðenda samkvæmt fyrstu tölum.

nánari skipting atkvæða skoðuð sést að aðeins munar 55 atkvæðum á Jóni Gunnarssyni og Bryndísi Haraldsdóttur í öðru sæti listans. Bryndís hefur fengið 316 atkvæði í 1.-2. sætið. Skammt undan er Arnar Þór Jónsson dómari með 315 atkvæði í 1.-3. sæti.

 

alexandergk's picture
Alexander Kristjánsson
Fréttastofa RÚV