Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Smitum fækkar á Indlandi en dauðsföllum ekki

12.06.2021 - 06:16
epa09255042 An elderly Indian woman wears a mask and covers her face in a cloth to get protected from COVID19 in Bangalore, India, 08 June 2021. India reported 86,498 new Covid-19 cases and 2,115 coronavirus COVID19 deaths in the last 24 hours, the lowest spike of daily cases in 66 days.  EPA-EFE/JAGADEESH NV
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Rúmlega 84.300 manns greindust með COVID-19 á Indlandi síðasta sólarhring. Færri smit hafa ekki greinst þar í landi i rúma tvo mánuði. En þótt smitum fækki nokkuð hratt verður hið sama ekki sagt um staðfest dauðsföll af völdum sjúkdómsins, sem voru 4.002 síðasta sólarhringinn.

Báðar tölur eru frá indverskum heilbrigðisyfirvöldum. Samkvæmt þeim hafa um 29.4 milljónir manna greinst með kórónaveirusmit á Indlandi frá upphafi faraldurs og 367.081 dáið úr COVID-19.

Talið er næsta öruggt að báðar tölur séu langt frá því að endurspegla raunveruleikann, þar sem hvorutveggja sé afar ábótavant, skimun fyrir veirunni og greiningu og skráningu raunverulegrar dánarorsakar fólks.