Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Nordic Visitor kaupir Iceland Travel

12.06.2021 - 08:41
Mynd með færslu
 Mynd: Jóhann Bjarni Kolbeinsson - RÚV
Ferðaskrifstofan Nordic Visitor hefur gengið frá kaupum á öllu hlutafé í ferðaþjónustufyrirtækinu Iceland Travel, dótturfélagi Icelandair. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallar.

Hluturinn er metinn á um 1,4 milljarða króna, en í tilkynningu kemur fram að 350 milljónir muni taka mið af afkomu félagsins árin 2022 og 2023.

Nordic Visitor er ís­lensk ferðaskrif­stofa en auk Íslands er hún með starf­semi á öðrum Norður­lönd­um og Írlandi. Hún hafði verið í söluferli frá í janúar, en nokkur fyrirtæki kepptust um kaupréttinn.

Sal­an er í sam­ræmi við stefnu Icelanda­ir Group sem hef­ur viljað leggja áherslu á kjarn­a­starf­semi sína, flugrekst­ur. Í árs­lok 2019 seldi fé­lagið dótt­ur­fé­lagið Icelanda­ir Hotels.

alexandergk's picture
Alexander Kristjánsson
Fréttastofa RÚV