Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Milljónum Janssen-skammta fargað

12.06.2021 - 09:37
FILE - This Saturday, March 6, 2021 file photo shows vials of Johnson & Johnson COVID-19 vaccine in the pharmacy of National Jewish Hospital for distribution in east Denver. The European Medicines Agency is meeting Thursday March 11, 2021, to discuss whether Johnson & Johnson’s one-dose coronavirus vaccine should be authorized, a move that would give the European Union a fourth licensed vaccine to try to curb the pandemic amid a stalled inoculation drive. (AP Photo/David Zalubowski, File)
 Mynd: AP
Bandaríska lyfjastofnunin hefur fyrirskipað að milljónum skammta af bóluefni Janssen skuli fargað.

Ástæðan þess eru áhyggjur af því að skammtarnir hafi spillst. Þeir eru framleiddir í verksmiðju í Baltimore en framleiðsla þar var stöðvuð í apríl eftir að í ljós kom að innihaldsefni úr tveimur bóluefnum, Janssen og AstraZeneca, hefðu blandast saman.

Hvorki lyfjastofnunin né lyfjafyrirtækið hafa gefið upp um nákvæman fjölda skammta, en samkvæmt heimildum blaðsins New York Times eru þeir um 60 milljónir.

alexandergk's picture
Alexander Kristjánsson
Fréttastofa RÚV