Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Um 350.000 búa við hungursneyð í Tigray-héraði

11.06.2021 - 04:46
epa08858036 An Ethiopian refugee woman with her child from Tigray region wait to receive aid at the Um Rakuba refugee camp, the same camp that hosted Ethiopian refugees during the famine in the 1980s, some 80 kilometers from the Ethiopian-Sudan border in Sudan, 01 December 2020 (issued 02 December 2020). According to World Food Programme on 02 December, about 12,000 Ethiopian refugees from Tigray are accomodated in the Um Rakuba camp as over 40,000 Ethiopian refugees fleed to Sudan since the start of fights in the northern Tigray region of Ethiopia. Ethiopia's military intervention   comes after Tigray People's Liberation Front (TPLF) forces allegedly attacked an army base on 03 November 2020 sparking weeks of unrest. According to reports on 02 December 2020, UN reached an agreement with Ethiopian government to provide aid for the Tigray region of Ethiopia.  EPA-EFE/ALA KHEIR
 Mynd: epa
Um 350.000 manns búa við hungursneyð í Tigray-héraði í Eþíópíu um þessar mundir og milljónir til viðbótar eru í brýnni þörf fyrir mataraðstoð ef ekki á að fara eins fyrir þeim. Þetta er niðurstaða úttektar neyðarhjálpar Sameinuðu þjóðanna. Samkvæmt henni búa um 350.000 þúsund manns í hinu stríðshrjáða Tigray-héraði við „skelfilegan matarskort“ sem ekki verður skilgreindur öðruvísi en sem hungursneyð.

Mark Lowcock, yfirmaður neyðarhjálpar Sameinuðu þjóðanna segir fleiri svelta heilu hungri í Tigray-héraði nú en nokkru sinni síðan árið 2011, þegar um 250.000 manns létust úr hungri í Sómalíu. Tvær milljónir til viðbótar, segir Lowcock, eru á blábarmi þess að lenda í jafnmiklum hörmungum. Hann segir ömurlegt að hugsa til þeirrar staðreyndar að nokkrar af lykilstofnunum Sameinuðu þjóðanna, sem ætlað er að bregðast við þessu hörmungarástandi hafi „í raun ekkert fjármagn“ til að gera það.

Öryggisráðið lamað vegna andstöðu Rússa og Kínverja

Evrópusambandið og Bandaríkin hafa kallað eftir aðgerðum alþjóðasamfélagsins vegna neyðarástandsins í Tigray-héraði og vilja opinn fund Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um þá stöðu sem þar er uppi.

Öryggisráðið hyggst ræða hana í næstu viku, en ekki á formlegum fundi heldur óformlegum, vegna andstöðu Eþíópíustjórnar við að ráðið taki málið fyrir, þar sem um innanríkismál í Eþíópíu sé að ræða. Þetta er líka afstaða nokkurra ríkja sem aðild eiga að Öryggisráðinu, þar á meðal Kína og Rússlands, sem hafa þar neitunarvald.

Meira þarf en fjármagn

Neyðarhjálp Sameinuðu þjóðanna kallar eftir minnst 200 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði 24 milljarða króna, til viðbótar því sem þegar hefur verið aflað, svo bæta megi úr allra brýnasta skortinum í Tigray. En þótt fjármagn fáist þarf meira til. Alþjóðleg hjálparsamtök hafa ítrekað kvartað undan því að sveitir Eþíópíuers og hermenn nágrannaríkisins Erítreu hafi ítrekað meinað þeim að flytja nauðþurftir til sveltandi íbúa Tigray.