Þriðjungi færri Pfizer-skammtar til Noregs í júlí

epa08856436 (FILE) - An undated handout made available by the German pharmaceutical company Biontech shows a hand holding an ampoule with BNT162b2, the mRNA-based vaccine candidate against COVID-19, in Mainz, Germany (reissued 02 December 2020). Britain?s Medicines & Healthcare Products Regulatory Agency (MHRA) granted on 02 December the authorization for emergency use of the Pfizer/BioNTech coronavirus vaccine BNT162b2.  EPA-EFE/BIONTECH SE / HANDOUT  HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - BIONTECH SE
Norðmenn fá þriðjungi færri skammta af bóluefni Pfizer-BioNTech í júlí en norsk heilbrigðisyfirvöld höfðu reiknað með, eða 800.000 í stað 1.200.000. Þetta mun líklega seinka bólusetningu landsmanna um eina til tvær vikur segir Geir Bukholm, yfirmaður bólusetningaráætlunar Norðmanna, í samtali við tíðindamann norska blaðsins VG.

Bukholm segir seinkunina afar bagalega en vonast til að Pfizer bæti Norðmönnum þetta upp og standi við gerða samninga í framtíðinni.

Fulltrúar Pfizer kannast þó ekki við að hafa lofað nema 800.000 skömmtum í júlí og segja það ekki þeirra sök, þótt norsk heilbrigðisyfirvöld hafi reiknað með 1.200.000 skömmtum.

Íslendingar fá að öllu jöfnu um 6,8 prósent þeirra bóluefnaskammta sem Norðmenn fá.  Samkvæmt vef Stjórnarráðsins liggur ekki fyrir staðfest afhendingaráætlun fyrir júlímánuð frá Pfizer, en gangi þessar tölur eftir má ætla að hingað berist um 54.000 skammtar. 

Fréttin var uppfærð kl. 06.50