Þjóðvegi 1 lokað á Kjalarnesi

11.06.2021 - 17:10
Mynd með færslu
 Mynd: Valgeir Örn Ragnarsson - RÚV
Þjóðvegi 1 var lokað við bæinn Tinda á Kjalarnesi á fimmta tímanum eftir að hjólhýsi fór á hliðina í hvassviðri. Vaktstjóri hjá Vegagerðinni segist ekki vita til þess að neinn hafi slasast. Hægt er að komast um hjáleið en einhver bílaröð hefur myndast. Samkvæmt Vegagerðinni er unnið að því að flytja hjólhýsið af veginum.

Fréttin verður uppfærð

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
hildurmj's picture
Hildur Margrét Jóhannsdóttir
Fréttastofa RÚV