Stanslaus titringur skekur Gerðuberg

Mynd: Menningin / RÚV

Stanslaus titringur skekur Gerðuberg

11.06.2021 - 11:09

Höfundar

Sigga Björg Sigurðardóttir opnaði sýninguna Stanslaus titringur í Gerðubergi á dögunum. Þar hefur hún málað verk sín beint veggina og segir að því fylgi mikið frelsi.

„Þetta er eins konar afurð eða eins og ég stoppi hér í ákveðnu vinnuferli, sem er búið að eiga sér stað síðan í byrjun árs,“ segir Sigga Björg um sýninguna í Gerðubergi. 

Sjá einnig: Skemmdarverk unnin á listaverkum í Gerðubergi

„Ég teiknaði stóra seríu af myndum en úrvinnslan fer fram hér í salnum. Ég var búin að undirbúa 50-100 myndir til að hengja upp en þegar ég kom inn í salinn - hann er svo óhefðbundinn og mikill karakter - sá ég strax að mig langaði að stækka allt upp sem ég hafði verið að gera og vera partur af rýminu.“

Sigga Björg Sigurðardóttir opnaði sýninguna Stanslaus titringur í Gerðubergi á dögunum. Þar hefur hún málað verk sín beint veggina og segir að því fylgi mikið frelsi.
 Mynd: Sigga Björg Sigurðardóttir - Gerðuberg

Hún segir það ekki erfiða tilhugsun að vita að málað verði yfir verkin í lok sýningar í ágúst. 

„Nei, það er frábær tilhugsun því það gefur manni svo mikið frelsi. Ef þetta á að standa á að eilífu þá hugsar maður: „Úff, ég verð að standa mig hér.“ En þegar þetta er tímabundið og ég veit að það á eftir að mála yfir þetta þá verður þetta bara performans. Ég kem inn í rýmið og læt bara vaða.“

Fjallað var um sýninguna í Menningunni. Horfa má á innslagið hér að ofan. Viðtalið var tekið áður en skemmdarverk voru unnin á sýningunni.

Sigga Björg Sigurðardóttir opnaði sýninguna Stanslaus titringur í Gerðubergi á dögunum. Þar hefur hún málað verk sín beint veggina og segir að því fylgi mikið frelsi.
 Mynd: Sigga Björg Sigurðardóttir - Gerðuberg

Tengdar fréttir

Myndlist

Skemmdarverk unnin á listaverkum í Gerðubergi

Myndlist

Ég fæ aldrei hugmyndir