Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Lögregla á eftir manni sem stal báti í Kópavogshöfn

Mynd með færslu
 Mynd: Kristinn Þeyr Magnússon - RÚV
Lögregla leitar nú manns eða manna sem stálu bát í Kópavogshöfn og héldu á haf út. Séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar aðstoðar við leitina. Samkvæmt upplýsingum frá Gæslunni fóru tveir liðsmenn sveitarinnar út á varðbátnum Óðni og ætla að freista þess að stöðva för bátsins.

Lögreglan í Hafnarfirði staðfestir að verið sé að leita að manni eða mönnum á svæðinu en gat ekki gefið nánari upplýsingar að sinni. 

Bjarni Pétur Jónsson
Fréttastofa RÚV