Ísland fékk 24 þúsund skammta af Janssen frá Svíþjóð

FILE - This Saturday, March 6, 2021 file photo shows vials of Johnson & Johnson COVID-19 vaccine in the pharmacy of National Jewish Hospital for distribution in east Denver. The European Medicines Agency is meeting Thursday March 11, 2021, to discuss whether Johnson & Johnson’s one-dose coronavirus vaccine should be authorized, a move that would give the European Union a fourth licensed vaccine to try to curb the pandemic amid a stalled inoculation drive. (AP Photo/David Zalubowski, File)
 Mynd: AP
Ísland fékk 24 þúsund skammta af bóluefni frá Janssen að láni frá Svíþjóð. Lena Hallengren, félagsmálaráðherra Svíþjóðar, greindi frá þessu á blaðamannafundi í morgun. Skammtarnir eru að mestu leyti komnir til landsins og búið er að nota tíu þúsund af þeim. Þetta staðfestir Margrét Erlendsdóttir, upplýsingafulltrúi í heilbrigðisráðuneytinu, í samtali við fréttastofu.

Ísland hefur þá fengið fjörutíu þúsund bóluefnaskammta að láni frá Noregi og Svíþjóð en Norðmenn lánuðu 16 þúsund skammta af bóluefni AstraZeneca.

Til stóð að borga það lán til baka í lok júní en samkvæmt upplýsingum fréttastofu er unnið að samkomulagi við Norðmenn um að fá að skila þeim skömmtum seinna.

Aðeins þarf einn skammt af bóluefni Janssen til að veita vörn gegn COVID-19.  Töluverður fjöldi fékk sprautu í gær og hafa margir lýst raunum sínum á samfélagsmiðlum. Fólk getur fundið fyrir veikindum fyrstu dagana eftir sprautuna og það tekur bóluefnið tvær til fjórar vikur að veita fulla vernd. 

Tvær tilkynningar um alvarlega aukaverkun eftir bólusetningu með Janssen hefur borist Lyfjastofnun Íslands.

Ísland var ekki eina landið sem fékk bóluefni að láni frá Svíþjóð því Kýpur fékk 31 þúsund skammta af bóluefni Janssen. Svíar er nokkuð sáttir með hvernig bólusetning gengur og sagði Hallengren á fundinum í morgun að þeir færðust nær því að vera búnir bólusetja helming þjóðarinnar.

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV