Handtekinn eftir að hafa stolið báti í Kópavogshöfn

Mynd með færslu
 Mynd: Einar Rafnsson - RÚV
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í kvöld mann sem hafði stolið báti í Kópavogshöfn og siglt honum út úr höfninni í átt að Álftanesi. Lögreglumenn og björgunarsveitarmenn sigldu í átt að bátnum sem þá var kominn út fyrir Álftanes og sérsveitarmenn og fulltrúar Landhelgisgæslunnar fóru svo einnig á bátum til aðstoðar.

Báturinn fannst fljótlega og lögreglumenn handtóku manninn um borð og fluttu hann í land. Maðurinn verður yfirheyrður síðar í kvöld.

hildurmj's picture
Hildur Margrét Jóhannsdóttir
Fréttastofa RÚV