Frost á fjallvegum í norðanátt

11.06.2021 - 08:26
Mynd með færslu
 Mynd: Þór Ægisson - RÚV
Kalt loft sækir að landi með norðanátt og mögulega verður krapi eða snjór á vegum norðantil. Hlýrra verður á Suðurlandi en gæti orðið hvasst víða, einkum við fjöll.

Í pistli veðurfræðings kemur fram í morgun segir að þegar sé frost til dæmis á Holtavörðuheiðinni og búast má við að færð spillist á fjallvegum fyrir norðan. 

Gengur í norðan 10-18 m/s með morgninum en heldur hægari
norðvestanátt um austanvert landið þar til síðdegis. Yfirleitt
rigning á láglendi um norðanvert landið en styttir upp og léttir
til syðra. Eins og oft áður sækir kaldara loft að landinu með
norðanáttinni. Hiti 1 til 6 stig á láglendi fyrir norðan en nú þegar
mælist frost á nokkrum fjallvegum, eins og t.d. Holtavörðuheiði.
Það gæti því mögulega verið krapi eða snjóþekja á vegum norðantil
og færðin eftir því. Heldur hlýrra sunnanlands, einkum ef að sólar
nýtur og má reikna með hiti á bilinu 8 til 15 stig, hlýjast á
Suðausturlandi. Vindur verður þó víða allhvass, líkt og víðar á
landinu, einkum í vindstrengjum við fjöll sem gæti tekið í ökutæki
sem eru viðkvæmt fyrir vindi. Lægir og styttir upp í nótt. Austlæg
átt 5-10 m/s og úrkomulítið veður framan af morgundeginum.

Anna Kristín Jónsdóttir
Fréttastofa RÚV