Eitt smit innanlands

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Þór Ægisson - RÚV
Eitt COVID-19 smit greindist innanlands í gær og var viðkomandi í sóttkví við greiningu. Þá greindust tvö smit á landamærunum en beðið er niðurstöðu mótefnamælingar.

Alls eru 104 nú í sóttkví innanlands og 43 í einangrun með veiruna. Nýgengi veirunnar, fjöldi smita síðustu 14 daga á hverja 100.000 íbúa, lækkar milli daga og er nú 9,3. Á landamærunum er nýgengið 2,2.

Tæplega 215 þúsund manns hafa nú fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni gegn kórónuveirunni, eða sem nemur um 73% allra íbúa 16 ára og eldri. Þar af eru tæplega 130 þúsund fullbólusettir, eða um 44% fullorðinna.

 

alexandergk's picture
Alexander Kristjánsson