Átján létust í rútuslysi í Pakistan

11.06.2021 - 15:43
Erlent · Asía · Banaslys · Bílslys
This image from a video, shows trains after a collision in Ghotki, Pakistan Monday, June 7, 2021. Two express trains collided in southern Pakistan early Monday, killing dozens of passengers, authorities said, as rescuers and villagers worked to pull injured people and more bodies from the wreckage. (AP Photo)
 Mynd: AP
Átján hið minnsta létust þegar rúta fór fram af bjargbrún í suðvesturhluta Pakistan í dag.

Samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum voru 58 um borð í rútunni, allt pílagrímar á leið af trúarsamkomu. Bílstjóri rútunnar var á of miklum hraða og missti stjórn á rútunni með fyrrgreindum afleiðingum.

Umferðaröryggi er mjög ábótavant í Pakistan. Ástand vega er almennt slæmt og aksturslag sjaldnast til fyrirmyndar. Aðeins eru nokkrir dagar síðan 60 létust í landinu þegar hraðlest skall á aðra kyrrstæða lest í Sindh-héraðinu.

alexandergk's picture
Alexander Kristjánsson