Janssen-bóluefnið búið eftir langan dag

Mynd með færslu
 Mynd: Guðmundur Bergkvist - RÚV
Bólusetningum lauk í Laugardalshöll rétt fyrir klukkan sex þegar bóluefni Janssen kláraðist eftir langan dag. Fyrr í dag var fólki ráðið frá því að mæta í Laugardalshöll þar sem eftirspurn virtist mun meiri en framboð, eftir að fjöldi fólks hafði verið boðaður samdægurs og löng röð hlykkjaðist langleiðina að Glæsibæ. Síðdegis sat heilsugæslan svo uppi með nokkur hundruð skammta og hvatti fólk til að mæta.
hildurmj's picture
Hildur Margrét Jóhannsdóttir
Fréttastofa RÚV