Grímuverðlaunin afhent

Grímuverðlaunin afhent

10.06.2021 - 19:29

Höfundar

Bein útsending frá Grímuverðlaunahátíðinni, uppskeruhátíð sviðslista á Íslandi.

Verðlaunaafhendingin fer fram í Tjarnarbíói og hefst klukkan 19:50.

Sýningarnar Ekkert er sorglegra en manneskjan, eftir Friðrik Margrétar Guðmundsson og Adolf Smára Unnarsson í samstarfi við Tjarnarbíó, og Vertu úlfur, eftir Unni Ösp Stefánsdóttur og Héðinn Unnsteinsson í sviðsetningu Þjóðleikhússins, hljóta flestar tilnefningar í ár, eða 7 hvor, þar á meðal sem sýning ársins og leikstjóri ársins. Sýningin Haukur og Lilja – Opnun, eftir Elísabetu Jökulsdóttur í sviðsetningu EP sviðslistahóps, fylgir á eftir með sex tilnefningar. 

Allar tilnefningar má sjá á menningarvef RÚV.

Tengdar fréttir

Leiklist

Þau eru tilnefnd til Grímunnar í ár