Fréttir: MDE krefur ríkið svara um ofbeldismál

10.06.2021 - 18:50
Mannréttindadómstóll Evrópu krefur íslenska ríkið svara um hvers vegna ofbeldismál á hendur fjórum konum voru felld niður án þess að fara fyrir dóm. Ríkislögmaður hefur frest þar til í haust til að svara.

Öll bóluefni sem notuð eru hérlendis verja jafnvel vel gegn alvarlegum veikindum af völdum COVID-19. Tilkynningar um 23 andlát í kjölfar COVID-bólusetningar hafa borist Lyfjastofnun.

Hraunið úr eldgosinu á Reykjanesskaga fyllir nú botn Meradala. Gosstrókar rjúka ekki lengur upp úr gosinu heldur er hraunstreymið nú jafnt og þétt.

Langar raðir mynduðust annan daginn í röð í bólusetningu í Laugardalshöll í dag. Stjórnendur telja að þegar röð myndist hópist fólk að - af ótta við að missa af sprautunni.

Deildarmyrkvi á sólu var vel sýnilegur víða um heim í dag og þótt fremur þungbúið hafi verið víðsvegar á landinu var hægt að njóta sólmurkvans um stund.

Frettir's picture
Fréttastofa RÚV