Ekkert smit - enginn greinst utan sóttkvíar í 6 daga

10.06.2021 - 10:54
Mynd með færslu
 Mynd: Freyr Arnarson - RÚV
Ekkert smit greindist innanlands í gær og enginn hefur greinst utan sóttkvíar síðustu 6 daga. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á covid.is. Einn er á sjúkrahúsi og 45 eru í einangrun með virkt smit.
 
freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV