Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Baráttusamtök Navalnys starfa áfram

Russian lawyer Ivan Pavlov, third right, poses for a photo with other lawyers during a break in a court session in front of Moscow Court in Moscow, Russia, Wednesday, June 9, 2021. A court is expected to outlaw the organizations founded by Russian opposition leader Alexei Navalny. Prosecutors have asked the Moscow City Court to designate Navalny's Foundation for Fighting Corruption and his sprawling network of regional offices as extremist organizations. The extremism label also carries lengthy prison terms for activists who have worked with the organizations, anyone who donated to them, and even those who simply shared the groups' materials. (AP Photo/Alexander Zemlianichenko)
Lögmannateymið sem talaði máli Baráttusamtakanna gegn spillingu fyrir rétti í Moskvu. Mynd: AP
Evrópusambandið fordæmir þá niðurstöðu dómstóls í Rússlandi að baráttusamtök Alexeis Navalnys gegn spillingu séu öfgasamtök. Starfsemi þeirra heldur áfram þrátt fyrir úrskurðinn.

„Við vöknuðum í morgun, brostum með illt í huga, vitandi að við erum hættuleg þjóðfélaginu og ætlum að halda baráttu okkar áfram,“ skrifaði einn samstarfsmaður Navalnys á Twitter í dag. Annar sagðist hafa tilkynnt eiginkonu sinni í morgun að nú væri hann orðinn öfgamaður og ætlaði hér eftir að hegða sér í samræmi við það.

Samkvæmt niðurstöðu dómstóls í Moskvu frá því í gær eru FBK samtök Navalnys öfgahreyfing á borð við Al-Kaída, Íslamska ríkið og söfnuð Votta Jehóva. Fólk sem vinnur fyrir Navalny og FBK er öfgafólk og er því ekki kjörgengt í þingkosningunum í haust. Allir, sem stutt hafa samtökin með fjárframlögum eða með því að deila eða dreifa frá þeim efni, eiga á hættu að verða sóttir til saka og dæmdir til fangelsisvistar. 

Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, fordæmdi í dag ákvörðun Rússa um að flokka FBK-samtökin með öfga- og hryðjuverkahópum. Hann sagði í yfirlýsingu að niðurstaða dómstólsins væri alvarlegasta atlaga rússneskra ráðamanna til þessa til að þagga niður í pólitískum andstæðingum sínum.