Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Slökkviliðið kallað til eftir að skór brann í ofni

Mynd með færslu
 Mynd: Bjarni Rúnarsson - RÚV
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út til að reykræsta íbúð í Vesturbæ Reykjavíkur í gærkvöldi eftir að skór brann í ofni. „Já, hann ætlaði að hita skóinn upp og víkka hann. En hann gleymdist í ofninum,“ segir varðstjóri hjá slökkviliðinu í samtali við fréttastofu. „Við höfum nú ekki lent í þessu áður, en það er alltaf eitthvað nýtt. Það var mikil lykt af þessu.“

Slökkviliðið hefur átt annasaman síðasta sólarhring, farið í 137 útköll á sjúkrabíl, þar af 34 forgangsverkefni og 5 tengd COVID-19. Þá voru fimm útköll á dælubíla. 

hildurmj's picture
Hildur Margrét Jóhannsdóttir
Fréttastofa RÚV