Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Lærðu mikið af varnargörðunum

Mynd með færslu
 Mynd: Hólmfríður Dagný Friðjónsd - RÚV
Undirbúningur er hafinn vegna viðbragða ef ske kynni að hraun stefni enn frekar að Suðurstrandarvegi. Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík segir að þó að varnargarðar sem reistir voru við gossvæðið til verndar Nátthagasvæðinu hafi ekki stoppað hraunflæðið sé margt hægt að læra af þeim.

„Við vissum allan tímann að við værum ekki að fara að stoppa neitt. Við erum búin að sjá að við getum stýrt, haft áhrif á flæðið. Við viljum reyna að stýra því þannig að það hafi sem minnst skaðann yfir Suðurstrandarveginn en ef til þess kemur mun Suðurstrandarvegurinn fara út,“ sagði Bogi Adolfsson í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. 

Bogi sagði einnig að í stefni að hraun muni að endingu renna yfir núverandi gönguleið. Samþykkt hafi verið í gær að undirbúa nýja gönguleið upp að gosi sem mun að lokum verða aðalgönguleiðin.

Andri Magnús Eysteinsson