Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Harður árekstur á Siglufjarðarvegi

Mynd með færslu
 Mynd: Kristinn Gauti Gunnarsson - RÚV
Harður árekstur tveggja bifreiða varð við Kýrholt á Siglufjarðarvegi í dag. Ökumenn voru einir í bifreiðunum og voru þeir báðir fluttir með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Ljóst er að umferðartafir verða á Siglufjarðarvegi á meðan rannsókn á tildrögum slyssins fer fram.

Að sögn Stefáns Vagns Stefánssonar yfirlögregluþjóns hjá Lögreglunni á Norðurlandi vestra, komu bifreiðarnar úr gagnstæðum áttum og skullu saman. Meiðsl ökumanna voru slík að læknir á vettvangi mat rétt að kalla eftir sjúkraflugi til að flytja hina slösuðu til Reykjavíkur.

Ekki er enn hægt að segja neitt frekar um tildrög slyssins en rannsókn fer fram á vettvangi. Báðir bílarnir eru mjög illa farnir að sögn Stefáns Vagns og engin leið að segja til um á þessari stundu hve lengi má búast við töfum á Siglufjarðarvegi vegna starfa lögreglu á vettvangi. 

Jón Agnar Ólason