Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Fjögur innanlandssmit en öll í sóttkví

Mynd með færslu
 Mynd: Freyr Arnarson - RÚV
Fjögur COVID-19 smit greindust innanlands síðastliðinn sólarhring,öll í sóttkví. Þrjú smit greindust á landamærunum og bíða þau mótefnamælingar.

1.633 sýni voru tekin innanlands í gær og 1.615 á landamærunum. Nýgengni innanlandssmita lækkar og er nú 11,2 á hverja 100 þúsund íbúa, á landamærunum er nýgegni 2,5..

Fólki í sóttkví fjölgar um einn og eru 248 nú í sóttkví en 50 í einangrun. Einn liggur á sjúkrahúsi með COVID-19 og 105.590 teljast fullbólusett.

Bólusett er í dag með bóluefni Astra-Zeneca og hefur mikil ásókn verið í seinni bólusetningu með efninu í dag.

 

 
Andri Magnús Eysteinsson