Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Evróputúr Bidens er hafinn - fyrsta stopp Bretland

epa09258804 US President Joe Biden (C) and First Lady Jill Biden (L) are escorted by the Lord Lieutenant Colonel Edward Thomas Bolitho (R) as they arrive at Cornwall Airport in Newquay, Britain, 09 June 2021. Biden arrives in Britain to attend the G7 summit held in Cornwall in from 11 to 13 June 2021.  EPA-EFE/NEIL HALL / POOL
 Mynd: EPA-EFE - EPA POOL
Joe Biden Bandaríkjaforseti og Jill eiginkona hans eru komin til Bretlands í sinni fyrstu opinberu utanlandsferð frá því hann var kjörinn forseti Biden tekur þátt í ráðstefnu G7 ríkjanna sem haldin verður dagana 11. til 13. júní í Cornwall.

Á morgun fundar hann með Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og búist er við þeir muni ræða um loftslagsmál, viðskipti og málefni Norður-Írlands.

Þegar G7 ráðstefnunni lýkur heldur Biden til fundar við Elísabetu Bretadrottingu áður en hann flýgur á fund NATÓ ríkja í Brussel. Þriðjudaginn 15. júní mætir forsetinn æðstu ráðamönnum Evrópusambandsins á fundi, þeim fyrsta af því tagi síðan árið 2014.

Átta daga Evrópuheimsókn Bidens lýkur svo í Genf í Sviss á miðvikudag með fundi við Vladimír Pútín Rússlandsforseta. Til stendur meðal annars að ræða framgöngu Rússa í Úkraínu og fangelsun stjórnarandstöðuleiðtogans Alexei Navalny.