Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Aflaverðmæti 43 milljarðar á fyrsta ársfjórðungi

Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson - RÚV
Verðmæti afla við fyrstu sölu nam 43,2 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi 2021, að því er fram kemur á vef Hagstofu Íslands. Þetta er 26% aukning frá sama tímabili árið 2020 þegar aflaverðmæti var rúmlega 34 milljarðar króna.

Landað aflamagn á fyrsta ársfjórðungi þessa árs var alls 239,2 þúsund tonn og er það 32% meira en á fyrsta ársfjórðungi ársins 2020. Þessi aukning milli ára helgast af um 71 þúsund tonna loðnuveiði, en engin loðna veiddist árið 2020. Loðnuveiðar skiluðu um 8 milljörðum króna.

Verðmæti botnfisktegunda fyrstu þrjá mánuði ársins 2021 var 32 milljarðar króna sem er 2% aukning frá fyrra ári. Flatfiskaflinn nam um tveimur milljörðum að verðmæti og uppsjávaraflinn um níu milljörðum. Loks var verðmæti skel- og krabbadýraaflans 153 milljónir og þar af nam virði rækjuaflans 119 milljónum.