Umferðarslys á Moldhaugnahálsi

Mynd með færslu
 Mynd: Kristinn Gauti Gunnarsson - RÚV
Fimm slösuðust í árekstri tveggja bíla á gatnamótum Hringvegar og Ólafsfjarðarvegar laust fyrir klukkan tvö í dag.

Fólkið var flutt af slysstað í sjúkrabifreiðum en ekki liggja fyrir upplýsingar um ástand þess.

Lokað var fyrir umferð og henni beint um hjáleið um Hörgárdal og Skjaldarvíkurveg, ekið af Hringvegi við Bægisá og Hlíðarbæ.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er unnið er að vettvangsrannsókn og mun henni ljúka upp úr klukkan 15:30.

Fréttin var uppfærð kl. 15:26.

agusto's picture
Ágúst Ólafsson
Fréttastofa RÚV