Þau eru tilnefnd til Grímunnar í ár

Mynd með færslu
Sýningarnar Ekkert er sorglegra en manneskjan, Vertu úlfur og Haukur og Lilja. Mynd: - - Samsett

Þau eru tilnefnd til Grímunnar í ár

08.06.2021 - 16:00

Höfundar

Leiksýningin Vertu úlfur og óperan Ekkert er sorglegra en manneskjan fá flestar tilnefningar til Grímuverðlaunanna í ár. Verðlaunin verða afhent 10. júní í beinni útsendingu á RÚV.

Tilkynnt var um tilnefningar til Grímunnar, íslensku sviðslistaverðlaunanna, í dag.

Sýningin Ekkert er sorglegra en manneskjan, eftir Friðrik Margrétar Guðmundsson og Adolf Smára Unnarsson í samstarfi við Tjarnarbíó, fær sjö tilnefningar. Vertu úlfur, eftir Unni Ösp Stefánsdóttur og Héðinn Unnsteinsson í sviðsetningu Þjóðleikhússins, fær einnig sjö tilnefningar. Sýningin Haukur og Lilja – Opnun, eftir Elísabetu Jökulsdóttur í sviðsetningu EP sviðslistahóps, fylgir á eftir með sex tilnefningar. Eru þær allar þrjár tilnefndar sem sýning ársins.

Mynd með færslu
 Mynd: Þjóðleikhúsið
Vertu úlfur er einleikur með Birni Thors.

Adolf Smári Unnarsson, María Reyndal og Unnur Ösp Stefánsdóttir eru tilnefnd sem leikstjórar ársins. Adolf Smári fyrir Ekkert er sorglegra en manneskjan, Unnur Ösp fyrir Vertu úlfur og María Reyndal fyrir Hauk og Lilju.

Mynd með færslu
 Mynd: Ekkert er sorglegra en manneskja - Tjarnarbíó
Ekkert er sorglegra en manneskjan er ný íslensk ópera eftir tónskáldið Friðrik Margrétar-Guðmundsson, í leikstjórn Adolfs Smára Unnarssonar.

Í flokki leikkvenna ársins í aðahlutverki eru tilnefndar Edda Björg Eyjólfsdóttir, fyrir hlutverk í Haukur og Lilja – Opnun, Helga Braga Jónsdóttir, fyrir hlutverk í The Last Kvöldmáltíð, Ilmur Kristjánsdóttir, fyrir hlutverk í Kópavogskróniku, og Vala Kristín Eiríksdóttir, fyrir hlutverk í Oleanna.

Í flokki karlkyns leikara í aðalhlutverki eru tilnefndir Björn Thors, fyrir hlutverk í Vertu úlfur, Ólafur Ásgeirsson, fyrir hlutverk í Úff hvað þetta er slæm hugmynd, og Sigurður Þór Óskarsson fyrir hlutverk í Veislu.

Grímuverðlaunin verða afhent fimmtudaginn 10. júní í beinni útsendingu á RÚV.

Allar tilnefningar til verðlaunanna eru eftirfarandi:

Sproti ársins

 • Ekkert er sorglegra en manneskjan:
  „Hér er óperuformið glætt nýju lífi þar sem samsöngur, samhljómur og sammannleg upplifun skiptir höfuðmáli.   Höfundum tekst listavel að þræða saman hversdagsleg efnistök textans, dramatíska tónlistina og stílhreina framkomu flytjenda. Óvænt og fyndin nútímaópera um leitina að hamingjunni, auknum afköstum í vinnunni og eilífa þrá Íslendingsins eftir betri tíð.“
 • Kolfinna Nikulásdóttir fyrir leikverkið The Last Kvöldmáltíð:
  „Í The Last Kvöldmáltíð sjáum við frumlegan stíl og húmor.  Leikskáldið brýtur viðtekin gildi og vekur upp spurningar um manneskjuna, þjóðernishyggju og þjóðrembu. Skapar sterka leikhúsupplifun með frumlegu efnisvali og djörfum og áleitnum texta.“
 • Leikhópurinn PólíS:
  „Co za poroniony pomysł – Úff hvað þetta er slæm hugmynd! er verk sem lifir með áhorfandanum löngu eftir að tjaldið fellur.   Leikhópurinn kafar ofan í tvo menningarheima og  fléttar þá saman.  Afraksturinn er kvöldstund þar sem listamenn og leikhúsgestir af íslenskum og pólskum uppruna ná samhljómi þvert á uppruna og tungumál.“

Hljóðmynd ársins

 • Aron Þór Arnarsson, Magnús Tryggvason Eliassen og Steingrímur Teague fyrir sýninguna Kafbátur í sviðsetningu Þjóðleikhússins
 • Elvar Geir Sævarsson og Valgeir Sigurðsson fyrir sýninguna Vertu úlfur í sviðsetningu Þjóðleikhússins
 • Stefán Már Magnússon  fyrir sýninguna Haukur og Lilja - Opnun í sviðsetningu EP sviðslistahóps

Tónlist ársins

 • Friðrik Margrétar Guðmundsson  fyrir sýninguna Ekkert er sorglegra en manneskjan í sviðsetningu Adolfs Smára Unnarssonar og Friðriks Margrétar Guðundssonar í samstarfi við Tjarnarbíó
 • Davíð Berndsen, Þórður Gunnar Þorvaldsson, Prins Póló, og Snorri Helgason  fyrir sýninguna Veisla í sviðsetningu Borgarleikhússins
 • Þórunn Gréta Sigurðardóttir fyrir óperuna KOK

Söngvari eða söngkona ársins

 • Hanna Dóra Sturludóttir  fyrir hlutverk sitt í sýningunni KOK í sviðsetningu leikhópsins Svartur jakki í samstarfi við Borgarleikhúsið
 • María Sól Ingólfsdóttir  fyrir hlutverk sitt í sýningunni Ekkert er sorglegra en manneskjan í sviðsetningu Adolfs Smára Unnarssonar og Friðriks Margrétar Guðundssonar í samstarfi við Tjarnarbíó
 • Sveinn Dúa Hjörleifsson  fyrir hlutverk sitt í sýningunni Die Schöne Müllerin í sviðsetningu Sveins Dúa Hjörleifssonar í samstarfi við Tjarnarbíó

Leikari ársins í aukahlutverki

 • Arnmundur Ernst Backman Björnsson fyrir hlutverk sitt í sýningunni Kópavogskrónika í sviðsetningu Þjóðleikhússins
 • Kjartan Darri Kristjánsson fyrir hlutverk sitt í sýningunni Kafbátur í sviðsetningu Þjóðleikhússins
 • Hilmir Snær Guðnason  fyrir hlutverk sitt í sýningunni Nashyrningarnir í sviðsetningu Þjóðleikhússins

Leikkona ársins í aukahlutverki

 • Ásthildur Úa Sigurðardóttir fyrir hlutverk sitt í sýningunni The Last Kvöldmáltíð í sviðsetningu Leikhópsins Hamfarir í samstarfi við Tjarnarbíó
 • Birna Pétursdóttir  fyrir hlutverk sitt í sýningunni Benedikt Búálfur í sviðsetningu Leikfélags Akureyrar í samstarfi við Menningarfélag Akureyrar og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands
 • Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir  fyrir hlutverk sitt í sýningunni Nashyrningarnir í sviðsetningu Þjóðleikhússins

Útvarpsverk ársins

 • Litlu jólin eftir Bjarna Jónsson, Árna Vilhjálmsson, Ragnar Ísleif Bragason og Friðgeir Einarsson í leikstjórn Leikhópsins Kriðpleir, í sviðsetningu Útvarpsleikhússins og  RÚV
 • Með tík á heiði eftir Jóhönnu Friðriku Sæmundsdóttur í leikstjórn Silju Haukdsdóttur, í sviðsetningu  útvarpsleikhússins og  RÚV
 • Vorar skuldir eftir Bjarna Jónsson, Árna Vilhjálmsson, Ragnar Ísleif Bragason og Friðgeir Einarsson í leikstjórn Leikhópsins Kriðpleir, í sviðsetningu Útvarpsleikhússins og  RÚV

Leikrit ársins

 • Haukur og Lilja - Opnun eftir Elísabetu Jökulsdóttur
 • The Last Kvöldmáltíð eftir Kolfinnu Nikulásdóttur
 • Vertu úlfur eftir Unni Ösp Stefánsdóttur og Héðin Unnsteinsson

Dans og sviðshreyfingar ársins

 • Chantelle Carey  fyrir sýninguna Kardemommubærinn í sviðsetningu Þjóðleikhússins
 • Eyrún Ævarsdóttir, Jóakim Kvaran, Nick Candy, Bryndís Torfadóttir, Thomas
 • Burke  fyrir sýninguna Allra veðra von í sviðsetningu Hringleiks í samstarfi við Tjarnarbíó
 • Unnur Elísabet Gunnarsdóttir  fyrir sýninguna Veisla í sviðsetningu Borgarleikhússins

Dansari ársins

 • Charmene Pang  fyrir hlutverk sitt í sýningunni Dagdraumar í sviðsetningu Íslenska dansflokksins
 • Emilía Benedikta Gísladóttir  fyrir sýninguna Á milli stunda - Ég býð mig fram þrjú, í sviðsetningu Unnar Elísabetar Gunnarsdóttur
 • Inga Maren Rúnarsdóttir  fyrir hlutverk sitt í sýningunni ÆVI í sviðsetningu Íslenska dansflokksins

Búningar ársins

 • Bryndís Ósk Þ. Ingvarsdóttir  fyrir sýninguna Ekkert er sorglegra en manneskjan í sviðsetningu Adolfs Smára Unnarssonar og Friðriks Margrétar Guðundssonar í samstarfi við Tjarnarbíó
 • Júlíanna Lára Steingrímsdóttir  fyrir sýninguna Dagdraumar í sviðsetningu Íslenska dansflokksins
 • María Th. Ólafsdóttir  fyrir sýninguna Kardemommubærinn í sviðsetningu Þjóðleikhússins

Lýsing ársins

 • Björn Bergsteinn Guðmundsson og Halldór Örn Óskarsson fyrir sýninguna Vertu úlfur í sviðsetningu Þjóðleikhússins
 • Hafliði Emil Barðason fyrir sýninguna Ekkert er sorglegra en manneskjan í sviðsetningu Adolfs Smára Unnarssonar og Friðriks Margrétar Guðundssonar í samstarfi við Tjarnarbíó
 • Ólafur Ágúst Stefánsson  fyrir sýninguna Haukur og Lilja - Opnun  í sviðsetningu EP Sviðslistahóps

Leikmynd ársins

 • Egill Ingibergsson og Móeiður Helgadóttir fyrir sýninguna Sunnefa í sviðsetningu Leikhópsins Svipir í samstarfi við Tjarnarbíó
 • Elín Hansdóttir  fyrir sýninguna Vertu úlfur í sviðsetningu Þjóðleikhússins
 • Finnur Arnar Arnarson  fyrir sýninguna Kafbátur í sviðsetningu Þjóðleikhússins

Barnasýning ársins

 • Dagdraumar eftir Ingu Maren Rúnarsdóttur í sviðsetningu Íslenska dansflokksins
 • Kafbátur eftir Gunnar Eiríksson í sviðsetningu Þjóðleikhússins
 • Tréð eftir Söru Marti Guðmundsdóttur og Agnesi Wild í sviðsetningu Leikhópsins Lalalab í samstarfi við Tjarnarbíó

Leikari ársins í aðalhlutverki

 • Björn Thors fyrir hlutverk sitt í sýningunni Vertu úlfur í sviðsetningu Þjóðleikhússins
 • Ólafur Ásgeirsson  fyrir hlutverk sitt í sýningunni Co za poroniony pomysł –
 • Úff hvað þetta er slæm hugmynd! í sviðsetningu Leikhópsins Pól-Ís í samstarfi við Tjarnarbíó
 • Sigurður Þór Óskarsson fyrir hlutverk sitt í sýningunni Veisla í sviðsetningu  Borgarleikhússins

Leikkona ársins í aðalhlutverki

 • Edda Björg Eyjólfsdóttir - fyrir hlutverk sitt í sýningunni Haukur og Lilja - Opnun í sviðsetningu EP Sviðslistahóps
 • Helga Braga Jónsdóttir  fyrir hlutverk sitt í sýningunni The Last Kvöldmáltíð í sviðsetningu Leikhópsins Hamfarir í samstarfi við Tjarnarbíó
 • Ilmur Kristjánsdóttir  fyrir hlutverk sitt í sýningunni Kópavogskrónika í sviðsetningu Þjóðleikhússins
 • Vala Kristín Eiríksdóttir fyrir hlutverk sitt í sýningunni Oleanna í sviðsetningu Borgarleikhússins

Leikstjóri ársins

 • Adolf Smári Unnarsson fyrir sýninguna Ekkert er sorglegra en manneskjan í sviðsetningu Adolfs Smára Unnarssonar og Friðriks Margrétar Guðmundssonar í samvinnu við Tjarnarbíó
 • María Reyndal fyrir sýninguna Haukur og Lilja – Opnun í sviðsetningu EP Sviðslistahóps
 • Unnur Ösp Stefánsdóttir fyrir sýninguna Vertu Úlfur í sviðsetningu Þjóðleikhússins

Sýning ársins

 • Ekkert er sorglegra en manneskjan eftir Friðrik Margrétar Guðmundsson í sviðsetningu Adolfs Smára Unnarssonar og Friðriks Margrétar Guðmundssonar í samstarfi við Tjarnarbíó í samvinnu við Tjarnarbíó
 • Haukur og Lilja - Opnun eftir Elísabetu Jökulsdóttur í sviðsetningu  EP Sviðslistahóps
 • Vertu úlfur eftir Unni Ösp Stefánsdóttur og Héðinn Unnsteinsson í sviðsetningu Þjóðleikhússins

Tengdar fréttir

Leiklist

Haukur og Lilja kvíða fyrir veislu í Ásmundarsal

Leiklist

„Þetta var ótrúlega erfitt tilfinningalega“

Tónlist

Þunnur efniviður og sveiflur í gæðum