Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Segja ársverðbólgu hjaðna í sumar en taka kipp í haust

08.06.2021 - 22:39
Mynd með færslu
 Mynd: Bjarni Rúnarsson - RÚV
Hagfræðideild Háskóla Íslands spáir því að ársverðbólga hjaðni næstu mánuði. Krónan mun styrkjast með komu ferðamanna og atvinnuleysi minnka. Því er spáð að verðbólga taki aftur við sér með haustinu.

Þetta kemur fram í nýrri hagfræðispá Hagfræðistofnunar HÍ. Þar er bent á að mikil óvissa sé í öllum spám um þessar mundir. Gert er ráð fyrir að íbúðaverð í miðborg Reykjavíkur hækki og að verðbólga taki aftur við sér með haustinu. 

„Ýmislegt styður samt þá tilfinningu að framundan sé þensla á vinnumarkaði og vaxandi verðbólga. Vextir seðlabanka hafa sjaldan verið lægri og mikill halli er á ríkissjóði. Eignaverð hefur hækkað meira en annað verðlag að undanförnu, en hækkun þess er oft fyrirboði um að almenn verðbólga fari hækkandi.“ segir í hagfræðispá Hagfræðistofnunar HÍ sem kom út í gær.

Þá segir að nokkur tími geti liðið frá því að brugðist er við verðbólgu þar til áhrifanna tekur að gæta. Það eigi bæði við um vaxtabreytingar Seðlabankans og ákvarðanir um ríkisfjármál.

„Það er ekki rétt sem stundum má skilja á orðum manna um efnahagsmál – ekki síst þeirra sem móta efnahagsstefnuna um þessar mundir að kaupkröfur verkalýðsfélaga tengist ekki efnahagsástandinu. Hækkun lágmarkslauna að undanförnu endurspeglar þannig eftirspurn eftir ófaglærðu vinnuafli um það leyti sem síðustu kjarasamningar voru gerðir. Bankar hafa hagsmuna að gæta í efnahagsumræðunni. Þeirra hagur er að seðlabankavextir séu sem lægstir. Lágir vextir draga úr hættu á vanskilum sem geta komið áhættusæknum lánveitendum í vanda.“ segir í