Rafmagnslaust á stóru svæði á Norðausturlandi

08.06.2021 - 23:51
Mynd með færslu
 Mynd:
Rafmagn fór af stóru svæði á Norðausturlandi um klukkan ellefu í kvöld.

Bilunin er í landskerfi Rarik og er rafmagnslaust í Kelduhverfi,Öxarfirði, Kópaskeri, Raufarhöfn, Þistilfirði, Þórshöfn og Bakkafirði. Viðgerðarmenn á vegum Rarik eru að kanna aðstæður og keyra upp varaafl þar sem hægt er. Ekki liggur fyrir hvað olli biluninni.  Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Rarik er gert ráð fyrir að búið verði að koma rafmagni á fyrir klukkan 3 í nótt. Ekki hefur náðst í svæðisvakt Rarik vegna þessa. 

Á korti á heimasíðu Rarik má sjá hversu stórt svæði rafmagnsleysið nær til.