Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Leyfi veitt til notkunar Alzheimer-lyfs í Bandaríkjunum

08.06.2021 - 08:10
epa09253592 A view of the Biogen Inc., (BIIB Nasdaq) headquarters in Cambridge, Massachusetts, USA, 07 June 2021. The US Food and Drug Administration approved the experimental drug Aducanumab, for use in patients with early onset Alzheimer's disease.  EPA-EFE/CJ GUNTHER
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna veitti í gær leyfi til notkunar lyfsins Aduhelm. Lyfið er þróað af lyfjarisanum Biogen og er ætlað Alzheimer-sjúklingum. Leyfið er veitt með fyrirvara um að frekari rannsóknir verði gerðar á því.

Bandarískir miðlar greindu frá þessu í gær og að lyfjaeftirlitið hafi ákveðið að veita leyfið þrátt fyrir varnaðarorð óháðra ráðgjafa þess efnis að ekki hafi verið sýnt fram á virkni þess í baráttu við sjúkdóminn.

Talsmenn eftirlitsins segjast þó telja miklar líkur á því að unnt verði að meðhöndla sjúkdóminn sjálfan í stað undirliggjandi einkenna á borð við kvíða og svefnleysi.

Danska ríkisútvarpið hefur eftir Søren Løntoft Hansen, greinanda hjá Sydbank, að miklar líkur séu á að notkun lyfsins verði einnig leyfð í Evrópu enda lifi fólk lengi og með því aukist hættan á að fá sjúkdóma á borð við Alzheimer. 

Dönsku Alzheimer-samtökin fagna lyfinu en Nis Peter Nissen, formaður þeirra, varar við því að það ekki sé endilega töfralyf í baráttunni við sjúkdóminn.

Aduhelm er fyrsta lyfið gegn Alzheimer til að fá viðurkenningu heilbrigðisyfirvalda vestra um tveggja áratuga skeið. Hlutabréf í Biogen hækkuðu um 38% eftir tilkynningu eftirlitsins.