Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Hnífjafnar forsetakosningar í Perú

08.06.2021 - 06:47
epaselect epa09254291 Peruvian presidential candidate Pedro Castillo greets his supporters while waiting for the electoral results, from his campaign event headquarters in Lima, Peru, 07 June 2021. Castillo said he will be 'the first to enforce the will of the Peruvian people' following electoral fraud allegations by presidential candidate Keiko Fujimori.  EPA-EFE/Harold Mejia
 Mynd: EPA-EFE - EFE
Þegar aðeins á eftir að telja rétt rúmlega fimm prósent atkvæða í forsetakosningunum í Perú er engin leið að segja hvort Pedro Castillo eða Keiko Fujimori verði næsti forseti landsins. Castillo er vinstri sinnaður kennari og verkalýðsbaráttumaður, en Fujimori er að sögn AFP hægrisinnuð og popúlisti. 

Þegar 94,8 prósent atkvæða höfðu verið talin hefur Castillo hlotið 50,2 prósent þeirra og Fujimori 49,7 prósent. Framan af talningunni reyndist Fujimori með nokkurra prósentustiga forskot, en þegar tölur fóru að berast frá dreifbýlissvæðum óx Castillo ásmegin. Biðin eftir niðurstöðu gæti tekið nokkra daga, því eftir á að telja yfir milljón atkvæða sem greidd voru utan kjörfundar í öðrum löndum.

Fujimori lýsti áhyggjum sínum yfir ýmsu misjöfnu varðandi kosningarnar á blaðamannafundi í gær. Þá sagðist hún hafa fengið veður af svindli hér og þar, og hún hafi sannanir fyrir því að vísvitandi sé reynt að koma í veg fyrir vilja þjóðarinnar. Flokkssystkin Castillo í Frjálsu Perú kalla á móti eftir því að kjörstjórn passi upp á að öll atkvæði verði talin.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV