Frakklandsforseti sleginn utan undir

08.06.2021 - 13:58
Mynd: AP / AFP
Tveir eru í haldi frönsku lögreglunnar eftir að Emmanuel Macron forseta var gefið utan undir þar sem hann var á ferð í þorpinu Tain-l'Hermitage í suðurhluta Frakklands. Á myndskeiði sem einn viðstaddra náði á símann sinn sést forsetinn ganga að hópi fólks, sem hann hugðist heilsa. Einn úr hópnum rétti honum þá eldsnöggan kinnhest. Verðir forsetans umkringdu hann þegar í stað og færðu frá hópnum.

Mennirnir sem voru handteknir voru færðir á lögreglustöð til yfirheyrslu, að því er segir frá tilkynningu lögreglunnar. 
 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV