Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Jeff Bezos á leið út í geim

07.06.2021 - 13:14
epa09252931 An undated handout photo made available by Blue Origin shows Blue Origin founder Jeff Bezos inspects New Shepard?s West Texas launch facility before the rocket?s maiden voyage, in West Texas, USA. (issued 07 June 2021). Outgoing Amazon CEO Jeff Bezos via social media on 07 June 2021 announced he and his brother will be on Bezos's space company Blue Origin's first crewed space flight. One seat on the flight scheduled for 20 July 2021 is auctioned.  EPA-EFE/BLUE ORIGIN HANDOUT MANDATORY CREDIT: BLUE ORIGIN HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - Blue Origin
Jeff Bezos, stofnandi Amazon-netverslanarisans og einn ríkasti maður heims, er á leið út í geim í næsta mánuði. Hann segir á Instagram að hann hafi dreymt um að fara í geimferð frá því að hann var fimm ára. Bróðir hans verður með í draumaferðinni, sem verður hin fyrsta mannaða með geimfari frá geimferðafyrirtæki hans Blue Origin.

Enn er eitt sæti laust í geimferðinni. Hátt í sex þúsund manns í 143 löndum sækjast eftir því. Sá sem tilbúinn er að borga hæstu upphæðina hreppir það. Þegar hefur borist tilboð upp á 2,8 milljónir dollara. Geimferðin varir í tíu mínútur og nær hundrað kílómetra í loft upp. 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV