Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Hiti gæti náð 18 stigum á Norðausturlandi

06.06.2021 - 07:59
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Björgvin Kolbeinsson
Suðaustanátt á landinu í dag, yfirleitt á bilinu 8-13 m/s, en þó eitthvað hægari vestantil. Víða má búast við skúrum en útlit er fyrir rigningu með köflum suðaustanlands.

Lengst af verður þó bjartviðri og þurrt að kalla um norðaustanvert landið. Áfram verður milt í veðri og hiti á bilinu 10 til 18 stig, hlýjast á Norðausturlandi.

Útlit er fyrir svipað veður eftir helgi en breytinga er að vænta eftir miðja viku með norðlægum áttum og heldur kólnandi veðri.

hildurmj's picture
Hildur Margrét Jóhannsdóttir
Fréttastofa RÚV