Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Um 40 COVID-flutningar í tengslum við smit gærdagsins

Mynd með færslu
 Mynd: ÞórÆgisson - RÚV
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinnti síðasta sólarhringinn fjörutíu flutningum á fólki í tengslum við COVID-19 smit í Hafnarfirði sem greint var frá í gær.

Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna, segir að á annað hundrað manns hafi verið send í sóttkví í gær og flutningarnir skýrist sennilega flestir af því að fólk hafi farið í sóttkví í sóttvarnarhúsi. Ekki séu merki um stórt hópsmit. 

Í gær greindust sjö með COVID-19, öll utan sóttkvíar en í sömu fjölskyldu. Allir nemendur unglingadeildar Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði voru sendir í sóttkví eftir að nemandi sem hafði verið slappur í skólanum greindist með COVID-19. Að auki rúmlega hundrað nemenda voru sex kennarar sendir í sóttkví. Smitrakning gengur vel. 

hildurmj's picture
Hildur Margrét Jóhannsdóttir
Fréttastofa RÚV