Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Myndarleg hrauná rennur niður í Nátthaga

Mynd með færslu
 Mynd: Skjáskot - RÚV
Vefmyndavél RÚV sýnir nú hvernig hrauná hefur myndast úr gígnum sem gýs við Fagradalsfjall og rennur glóandi hraun nú niður í Nátthaga þar sem það hefur safnast fyrir í polli. Vestari varnargarðurinn brast í morgun þegar myndarleg spýja braut sér leið meðfram útsýnishólnum og loks yfir vestari varnargarðinn. Nú flæðir niður í Nátthaga frá tveimur stöðum úr syðri Meradölum.
Mynd: Veðurstofa Íslands / Veðurstofa Íslands

Á myndskeiðinu hér að ofan, sem fréttastofa setti saman úr vefmyndavél Veðurstofunnar, sést þegar hraunið fer að renna yfir varnargarðinn.  Ekkert bendir til þess að eitthvað sé að draga úr gosvirkninni, nema síður sé.  Og það er það sem gerir gosið einstakt því vanalega dregur úr virkninni eftir að eldgos er hafið.  Hægt er að horfa á þetta sjónarspil í vefmyndavél RÚV.

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV