Athugið þessi frétt er meira en 12 mánaða gömul.

Hraun rennur yfir vestari varnargarðinn

Mynd: Veðurstofa Íslands / Veðurstofa Íslands
Hraun tók að renna yfir vestari varnargarðinn í syðri Merardölum um hálfellefuleytið í morgun. Vakt Veðurstofunnar tók eftir aukningu í óróa og gasútstreymi á mælum við eldgosið í morgun og stuttu síðar sást spýja brjóta sér leið meðfram útsýnishólnum og loks yfir vestari varnargarðinn.

„Þetta er frekar myndarleg spýja sem heldur bara áfram,“ segir Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Sérfræðingar hafi alltaf búist við því að það færi að renna yfir báða varnargarðana, en garðarnir hafi sannarlega frestað því að hraun rynni niður í Nátthaga. „En núna flæðir niður í Nátthaga frá tveimur stöðum úr syðri Merardölum,“ segir hún.