Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Fyrstur í heimi til að framkvæma stökkið á móti

Mynd: RÚV / RÚV

Fyrstur í heimi til að framkvæma stökkið á móti

05.06.2021 - 11:15
Helgi Laxdal Aðalgeirsson fimleikamaður úr Stjörnunni braut blað á Íslandsmótinu í hópfimleikum á Akranesi í gær. Helgi framkvæmdi þá erfitt stökk á dýnu sem aldrei fyrr hefur verið framkvæmt á móti í hópfimleikum í heiminum fyrr.

Í þriðju og síðustu stökkumferð á dýnunni stökk Helgi í framumferð stökk samsett af heillri skrúfu, kraftstökki og tvöföldu heljarstökki með beinum líkama og tveimur og hálfri skrúfu.

Sjón er sögu ríkari, en myndskeið úr útsendingu RÚV frá Íslandsmótinu í gær í lýsingu Guðmundar Brynjólfssonar og Hlínar Bjarnadóttur má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.