Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Um 80 milljónir bóluefnaskammta til COVAX

epa09156040 Daisy, 21, receives a shot of COVID-19 vaccine during a vaccination drive organized by St. John's Well Child and Family at the Abraham Lincoln High School in Los Angeles, 23 April 2021. Every Californian of 16 years of age or higher is now eligible for vaccination.  EPA-EFE/ETIENNE LAURENT
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Þrír fjórðu ónotaðra bóluefnaskammta í Bandaríkjunum verður færður COVAX samstarfinu. Frá þessu greindi Joe Biden, forseti Bandaríkjanna í gær. Að sögn Deutsche Welle stefna Bandaríkin að því að útdeila um 80 milljónum skammta til heimsbyggðarinnar fyrir lok mánaðarins.

Biden sagði í yfirlýsingu að Bandaríkjamenn séu viðkvæmir fyrir faraldrinum á meðan hann geisar einhvers staðar í heiminum. Fjórðungurinn sem eftir verður í Bandaríkjunum verður notaður í neyðartilfellum og til að deila með bandaþjóðum.

COVAX var stofnað af ríkjum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Markmið samstarfsins er að tryggja að minnst 30 af hundraði íbúa 92 fátækustu aðildarríkja stofnunarinnar fái bóluefni.