Þrír fjórðu ónotaðra bóluefnaskammta í Bandaríkjunum verður færður COVAX samstarfinu. Frá þessu greindi Joe Biden, forseti Bandaríkjanna í gær. Að sögn Deutsche Welle stefna Bandaríkin að því að útdeila um 80 milljónum skammta til heimsbyggðarinnar fyrir lok mánaðarins.