Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Sjö kórónuveirusmit utan sóttkvíar í gær

04.06.2021 - 11:06
Mynd með færslu
 Mynd: Freyr Arnarson - RÚV
Sjö kórónuveirusmit greindust innanlands í gær öll utan sóttkvíar. Samkvæmt upplýsingum Hjördísar Guðmundsdóttur almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra býr fólkið allt á höfuðborgarsvæðinu. Fimm bíða eftir mótefnamælingu eftir komuna til landsins.

Fólkið er búsett á höfuðborgarsvæðinu og hefur ekki farið víða að sögn Hjördísar. Hún segir vel ganga að rekja smitið. Ekki hafa verið jafnmörg innanlandssmit frá 12. maí og ekki fleiri frá 28. apríl. 

Nú eru 47 í einangrun með virkt smit hér á landi og 199 í sóttkví. Nýgengi innanlandssmita hækkar nokkuð frá í gær, var þá 8,7 en er nú 10,6. Nýgengi á landamærum stendur enn í stað í 2,7.

Tvennt liggur á sjúkrahúsi með COVID-19 og tæp 102 þúsund teljast fullbólusett.