Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Nafn mannsins sem lést í Patreksfirði

04.06.2021 - 11:10
Mynd með færslu
 Mynd: Mohammad reza Fathian - Pexels
Maðurinn sem lést af slysförum fyrir botni Patreksfjarðar á sunnudag hét Sveinn Eyjólfur Tryggvason og var fæddur árið 1972.

Hann var til heimilis að Sigtúni á Patreksfirði. Hann lætur eftir sig eiginkonu og sjö börn.

Maðurinn lést á sunnudag eftir að hafa lent í miklum straumi í hyl undir fossi fyrir botni fjarðarins. Hann var úrskurðaður látinn eftir komuna á Landspítala.

alexandergk's picture
Alexander Kristjánsson
Fréttastofa RÚV