Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Lýðræðissinni handtekinn í Hong Kong

04.06.2021 - 06:47
Erlent · Asía · Hong Kong · Kína · Stjórnmál
epa09245045 An artist creates a piece during a street happening commemorating June 4th, 1989 in Hong Kong, China, 03 June 2021. For the second year in a row police banned the annual candlelight vigil in Victoria park marking the 1989 Tiananmen Square massacre that took place in Beijing, citing health and social distancing grounds.  EPA-EFE/JEROME FAVRE
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Lýðræðissinninn Chow Hang-tung var handtekin í Hong Kong í morgun. Að sögn AFP fréttastofunnar biður fjórir lögreglumenn í borgaralegum klæðum fyrir utan skrifstofubyggingu hennar í miðborg Hong Kong, handtóku hana, færðu hana inn í svartan bíl og óku á brott.

Í dag, 4. júní, eru 32 ár frá herferð stjórnvalda gegn mótmælendum á Torgi hins himneska friðar í Peking. 

Lýðræðissinnar í Hong Kong hafa jafnan komið saman 4. júní ár hvert til að mótmæla kínversku stjórninni og krefjast öflugra lýðræðis. Þá hefur hinna látnu verið minnst með tendrun kertaljósa í almenningsgarði í borginni. Guardian greinir frá því að um sjö þúsund lögreglumenn verði í viðbragðsstöðu í Hong Kong í dag til þess að framfylgja banni við mótmælum. Chow er varaformaður samtakanna sem hingað til hafa skipulagt minningarathöfnina.

Í fyrra var minningarathöfn vegna atburðanna einnig bönnuð, þá vegna sóttvarna. Þúsundir komu samt saman til að minnast hinna látnu. Á árinu sem síðan er liðið hefur margt breyst í Hong Kong. Yfirvöld hafa nýtt ný öryggislög til þess að kveða niður lýðræðishreyfinguna í Hong Kong. Flest þeirra sem hafa verið fremst í flokki mótmælanna undanfarin ár sitja nú í fangelsi eða hafa flúið land.