Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Lítið fékkst upp í kröfur hjá Capacent

03.06.2021 - 10:25
Mynd með færslu
 Mynd: Capacent
Skiptum á þrotabúi Capacent er lokið og lítið fékkst upp í lýstar kröfur í búið. Einungis 5,42 prósent fengust upp í forgangskröfur en ekkert upp í almennar kröfur.

Tilkynnt er um skiptalokin í Lögbirtingablaðinu. Capacent var eitt stærsta ráðgjafafyrirtæki landsins um árabil en var lýst gjaldþrota í maí í fyrra. Um 50 manns störfuðu hjá fyrirtækinu en forráðamenn félagsins sögðu að faraldurinn hefði komið illa við rekstur félagsins.

Skiptum á búinu lauk 27. maí. Kröfum upp á 755 milljónir króna var lýst í búið og greiddust að fullu veðkröfur upp á 23 milljónir. Tólf milljónir fengust upp í forgangskröfur en ekkert fékkst greitt upp í almennar kröfur.