Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Krefjast afsökunarbeiðni frá páfa

03.06.2021 - 03:23
epa09236282 A handout photo made available by the National Centre for Truth and Reconciliation at the University of Manitoba reportedly shows children at the Kamloops Indian Residential School in Kamloops, British Columbia, Canada, in 1931 (issued on 29 May 2021). According to a statement issued by Chief Rosanne Casimir of the Tk'emlups te Secwépemc First Nation on 27 May 2021 a mass grave has been located at the site of the school that contains the bodies of 215 children whose deaths went undocumented. The school operated from 1890 through 1978 as a place to force youth from indigenous tribes into giving up their language and culture.  EPA-EFE/NATIONAL CENTER FOR TRUTH AND RECONCILIATION / HANDOUT BEST QUALITY AVAILABLE HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - NATIONAL CENTER FOR TRUTH AND RE
Stjórnvöld í Kanada segja viðbragðsleysi Páfagarðs við fregnum af ofbeldi í garð frumbyggjabarna í skólum á vegum kaþólsku kirkjunnar í landinu skammarlegt. Marc Miller, ráðherra málefna frumbyggja, sagði á blaðamannafundi í gær að hann taki undir óskir frumbyggjaþjóða um afsökunarbeiðni frá páfa.

Hann sagði skammarlegt að það hafi ekki þegar gerst, sex árum eftir að sannleiksnefnd skilaði skýrslu sinni um hvað gekk á í heimavistarskólum sem börn frumbyggja voru sett í. Hann segir ábyrgðina alfarið hvíla á herðum biskuparáðsins í Kanada.

Málefni frumbyggjabarna komust enn og aftur í hámæli nýlega eftir að ómerktar grafir 215 barna fundust við einn heimavistarskólanna sem frumbyggjabörn voru þvinguð í. 

Nokkru eftir ummæli Millers birti erkibiskupinn í Vancouver, J. Michael Miller, afsökunarbeiðni á samfélagsmiðlum. Hann sagði að í ljósi uppgraftarins við Kamloops skólann, þar sem lík 215 barna fundust, biðjist hann innilega afsökunar og votti fjölskyldum og samfélögum fórnarlambanna samúð. En til þess að afsökunarbeiðni geti grætt sárin verði að grípa til einhverra aðgerða samhliða henni. Hét hann því þá að gera gögn kirkjunnar um skólana opinber, svo sannleikurinn verði birtur. „Það var alfarið rangt af kirkjunni að innleiða nýlendustefnu stjórnvalda sem leiddi til hörmunga fyrir börn, fjölskyldur og samfélög," skrifaði erkibiskupinn.

Alls voru um 150 þúsund börn úr röðum fjölda þjóða frumbyggja Kanada þvinguð til að ganga í heimavistarskólana. Börnin voru beitt líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi, auk þess sem þeim þau voru svipt menningu og tungu þjóða sinna. Ráðherrann Miller segir rangnefni að tala um þetta sem skóla, heldur hafi þetta í raun verið þrælkunarbúðir. 

Kamloops skólinn í Bresku Kólumbíu, þar sem líkin 215 fundust, var starfræktur af kaþólsku kirkjunni frá árinu 1890 til ársins 1969.