Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Fagradalshraun orðið tæplega 3 ferkílómetrar

Mynd með færslu
Mynd tekin 1. júní Mynd: RÚV - Vilhjálmur Þór Guðmun - RÚV
Meðalhraunrennsli í eldgosinu í Fagradalsfjalli var helmingi meira í maí en fyrsta einn og hálfa mánuðinn sem gaus. Þetta sýna nýjar mælingar Jarðvísindastofnunar sem gerðar voru í gær.

Þá var flogið yfir Fagradalshraun og það myndað. Hraunið er nú 2,67 ferkílómetrar og 54 milljónir rúmmetra. 

Aukning hraunrennslis haldist

Meðalrennsli síðustu tveggja vikna er 12,4 rúmmetrar á sekúndu og segir Jarðvísindastofnun að það staðfesti að aukning hraunrennslis sem varð í byrjun maí hafi haldist og engin merki séu um að það dragi úr gosinu. Þvert á móti hafi frekar bætt í, ómögulegt sé þó að segja til um hve lengi gýs í Fagradalsfjalli.
 

Anna Kristín Jónsdóttir
Fréttastofa RÚV