Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Allt að 200 þúsund krónur á dag í matarstyrk

03.06.2021 - 14:53
epa09023186 Finnish Prime Minister Sanna Marin (L) and Estonian Prime Minister Kaja Kallas (R) pose for a photo as they meet at the House Kesäranta in Helsinki, Finland, 19 February 2021.  EPA-EFE/MAURI RATILAINEN
Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands. Mynd: EPA-EFE - COMPIC
Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, hefur hlotið samtals um tvær milljónir króna í skattfrjálsa matarstyrki frá upphafi árs 2020. Málið hefur vakið mikla athygli í Finnlandi undanfarið, í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga þar í landi sem fyrirhugaðar eru um miðjan mánuðinn.

Hæsti dagsreikningur um 200 þúsund krónur

Finnska ríkisstjórnin segir styrkina hafa verið notaða til þess að greiða fyrir morgunverði forsætisráðherrans og kalda rétti. Hæsti dagsreikningur á tímabilinu var upp á tæpar 200 þúsund krónur. Finnski fréttamiðillinn Ilta-Sanomat greinir frá þessu í dag. Ríkisstjórnin segist ekki ætla að tilgreina nánar hvaða vörur hafi verið sendar í bústað forsætisráðherrans þar sem slíkt varði friðhelgi einkalífsins. 

Ætlar að endurgreiða upphæðina

Marin segir að henni hafi þótt eðlilegt að forsætisráðherra hefði slík fríðindi til þess að spara sér ferðir í matvöruverslanir svo hægt sé að einbeita sér að öðrum krefjandi verkefnum sem embættinu fylgja. Marin ætlar að endurgreiða upphæðina og segja upp styrknum vegna uslans sem málið hefur valdið í Finnlandi.