Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Kórónuveiran stöðvar hátíðarhöld norskra stúdentsefna

Mynd með færslu
Frá Stafangri. Mynd: Odd Inge Worsøe  - Wikipedia commons
Öll hátíðarhöld stúdentsefna í Ósló hafa verið bönnuð til og með 8. júní næstkomandi. Þetta á bæði við þau sem sem búa í borginni og þau sem þangað ferðast annars staðar frá. Ástæðan er mikil fjölgun kórónuveirutilfella á svæðinu.

Í dag þurftu 930 að fara í sóttkví eftir skemmtanir tengdar slíkum hátíðarhöldum. Norska ríkisútvarpið greinir frá því á vef sínum að ástandið sé við það að fara úr böndunum.

Þar er haft eftir Robert Steen heilbrigðisráðherra að smit breiðist hratt út en nokkra daga þurfi til að átta sig á útbreiðslunni. Hann segist sannfærður um að þau sem stjórna skemmtunum stúdentsefnanna hafi skilning á mikilvægi þess að bíða með gleðina.

Mikil hefð er fyrir fjörugum skemmtunum norskra stúdentsefna, sem jafnvel ferðast langar leiðir í rútum til að fagna áfanganum. Venjan er sú að hátíðarhöld standi til 17. júní en óljóst er hvert framhaldið verður í ljósi aðstæðna.