Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Drengur sem lifði af kláfferjuslys kominn af gjörgæslu

01.06.2021 - 17:24
epa09231484 A detail of the remains of the cabin during the inspection by the technical consultant in the investigation into the Mottarone cable car accident, in Stresa, Italy, 27 May 2021. At least 14 people were killed after a Stresa-Alpino?Mottarone cable car crashed to the ground after a cable snapped on 23 May 2021.  EPA-EFE/TINO ROMANO
 Mynd: EPA
Fimm ára drengur sem var sá eini sem komst lífs af, þegar kláfur hrapaði á norðanverðri Ítalíu í síðasta mánuði, hefur verið fluttur af gjörgæsludeild.

Fjórtán létu lífið í slysinu, þar á meðal foreldrar drengsins, yngri bróðir, langamma og langafi.

AFP fréttastofan hefur eftir læknum á sjúkrahúsi í Turin að drengurinn sýni batamerki en hann hlaut áverka á bringu og kvið.

Slysið var mikið áfall á Ítalíu. Dráttarkaplar slitnuðu rétt áður en kláfurinn náði upp að útsýnisstað á toppi Mottarone-fjalls og kláfurinn rann stjórnlaust niður eftir burðarkapli, skall á stálmastri og hrapaði til jarðar. 

Rannsókn hefur leitt í ljós að neyðarhemlar sem hefðu getað stöðvað kláfinn höfðu verið gerðir óvirkir. Þrír menn voru handteknir vegna slyssins; eigandi fyrirtækisins sem rekur kláfinn, rekstrarstjóri og verkfræðingur. Þeim var sleppt úr haldi um helgina.