Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Sendiherra kallaður heim vegna hegðunar eiginkonu hans

31.05.2021 - 15:22
epa08183721 People walk around a semi-deserted Myeongdong shopping district amid growing fears over the spread of the new coronavirus in Seoul, South Korea, 01 February 2020. South Korea has so far reported 11 cases of the novel coronavirus, which originated in the Chinese city of Wuhan. So far the virus has killed at least 259 people and infecting nearly 12,000 others.  EPA-EFE/YONHAP SOUTH KOREA OUT
 Mynd: EBU
Belgar hafa kallað heim sendiherra landsins í Suður-Kóreu eftir að eiginkona hans sló verslunarkonu í fatabúð í höfuðborginni Seúl í síðasta mánuði. Starfsfólk verslunarinnar hafði sendiherrafrúna, Xiang Xueqiu, grunaða um stuld og vildi athuga hvort fötin sem hún klæddist væru hennar eigin. Við það snöggreiddist hún og sló eina afgreiðslukonuna. Atvikið náðist á CCTV-myndavél í búðinni og Xiang var yfirheyrð af lögreglu.

Þrátt fyrir að Xiang hafi í kjölfarið beðið afgreiðslukonuna afsökunar á óásættanlegri hegðun, og sendiherrann, Peter Lescouhier, beðist afsökunar opinberlega, hefur Sophie Wilmes, utanríkisráðherra Belgíu, ákveðið að binda enda á þriggja ára sendiherratíð hans  í Suður-Kóreu. Hún telur hann ekki getað haldið áfram störfum í Suður-Kóreu með eðlilegum hætti.

Xiang reyndi í fyrstu að freista þess að friðhelgi sendierindreka kæmi í veg fyrir að hún yrði sótt til saka, en utanríkisráðuneyti Belgíu felldi friðhelgina úr gildi svo suður-kóreska lögreglan gæti rannsakað málið. 

Breska ríkisútvarpið birti meðfylgjandi myndskeið í dag.