Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Óttast ógurlegt mengunarslys við strendur Sri Lanka

30.05.2021 - 10:05
Erlent · Hamfarir · Náttúra · Asía · COVID-19 · Eldsvoði · Eldur · mengunarslys · Sjóslys · skipsskaði · Sri Lanka · Stjórnmál
epa09228470 A Sri Lanka Navy personnel watches the charred remains of a container from the burning ship MV X-Press Pearl, washed ashore and secured with a cable in the Kapungoda, northwest of Colombo, Sri Lanka, 26 May 2021. A fire broke out on the Singapore-flagged container vessel MV X-Press Pearl anchored about 9.5 nautical miles (18km) northwest of Colombo awaiting entry into the port. The Sri Lanka Navy said the explosion was caused by chemicals being transported on the ship carrying over 1,000 containers, including 25 tonnes of nitric acid and other chemicals from the port of Hazira, India. The 25-member crew were evacuated by the Navy on 25 May, while two injured members were hospitalized and one was tested positive for Covid-19.  EPA-EFE/CHAMILA KARUNARATHNE
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Yfirvöld á Sri Lanka segjast óttast að eitthvað mesta mengungarslys í sögu landsins sé í uppsiglingu eftir að brak úr brennandi flutningaskipinu Pearl barst að ströndum þess.

Farmur skipsins er saltpéturssýra, vítissódi og önnur efni. Breska ríkisútvarpið greinir frá því á vef sínum að eldur hafi komið upp í skipinu þegar það var á leið til hafnar í höfuðborginni Colombo.

Eigandi þess er X-Press Feeders en það er skráð í Singapore. Það hefur staðið í ljósum lögum í ellefu daga en tekist hefur að halda eldinum í skefjum. Ekki er talið að tjón hafi orðið á skrokki skipsins eða eldsneytistönkum þess.

Yfirvöld á Sri Lanka lýstu því yfir í síðustu viku að þau teldu eldinn hafa kviknað vegna þess að saltpéturssýra lak úr geymi. Jafnframt var álitið að áhöfnin, sem hefur verið flutt af skipinu, hafi vitað af lekanum allt frá 11. maí. 

Mörg tonn af örplasti úr farmi skipsins hefur skolað á landi sem varð til þess að yfirvöld bönnuðu fiskveiðar enda kveikir mengunin mikinn ótta um gríðarlegt mengunarslys. Jafnvel talið að mörg ár geti tekið að ráða niðurlögum mengunarinnar.

Til stendur að yfirheyra skipverjana á morgun, mánudag en þeir hafa verið í sóttkví. AFP-fréttastofan hefur eftir fulltrúa lögreglu á Sri Lanka að sýni úr menguðum sjó og brunnu braki hafi þegar verið send til rannsóknar

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV